Fréttir

Af bikarmótum dagsins

SÓ stelpurnar kepptu í dag í Bláfjöllum í svigi og skíðagöngu með hefðbundinni aðferð.

Staðan 30 jan, opnun og Bikarmót

Laugardagurinn 30.janúar lítur bara ljómandi vel út. Hér er 5 gráðu frost og lítilsháttar snjókoma, nánast logn.

Bikarmót SKÍ í Bláfjöllum um helgina

Um helgina eru keppendur frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar að keppa á sínum fyrstu bikarmótum í Reykjavík. Bæði er keppt í alpagreinum og skíðagöngu í Bláfjöllum og lauk fyrsta keppnisdegi í skíðagöngu rétt í þessu.

Tindaöxl opnar í dag!!!!

Þá er allt orðið klárt til að opna skíðasvæðið okkar í Tindaöxl. Bárubraut er troðin um 4km svo nú er bara að nota þetta geggjaða veður og skella sér á skíði.

Staðan 27.jan UPPFÆRT

Því miður gekk ekki að klára Tindaöxl í dag svo vonandi gengur það á morgun. Bárubraut er hinsvegar orðin klár.

Síðbúin staða 20.jan

Nú hefur snjóað töluvert undanfarna daga og gerir reyndar enn hér á Ólafsfirði. Unnið er við að moka úr girðingum í Tindaöxl og Bárubraut.

Dósasöfnun SÓ Frestað....

Undanfarin ár hefur SÓ farið í dósasöfnun strax eftir áramót. Ákveðið var að bíða aðeins þetta árið vegna Covid, en nú ætlum við að ganga í hús á morgun, mánudaginn 18.janúar.

16.jan

Í dag er veðrið heldur betur að stríða okkur en þó nóg um að vera hjá okkur í dag.

Staðan í dag 12.jan

Veður er áfram geggjað hér í firðinum fagra en því miður ekkert bætt í snjóinn. Í dag er þó komin skíðagöngubraut á golfvellinum.

Snjóbrettaæfingar komnar af stað

Skíðafélag Ólafsfjarðar mun bjóða upp á snjóbrettaæfingar í vetur. Bjarney Lea Guðmundsdóttir sér um æfingar og námskeið.