Frábær helgi að baki hjá SÓ

Mikið var um að vera hjá okkur í firðinum fagra um helgina, þar sem veðrið lék við okkur bæði laugardag og sunnudag. 

Rúmlega 60 manns voru á skíðagöngu námskeiði hjá okkur frá föstudag til sunnudags. Hópar voru bæði frá Sigló Hótel og Ferðaskrifstofunni Mundo sem áttu heldur betur góða daga hjá okkur. Á laugardag buðum við gestum okkar að prófa skíðaskotfimi í viðbót við námskeiðið. Allir fóru svo sáttir heim í dag, enda ekki annað hægt eftir frábæra helgi með frábæru þjálfarateymi frá SÓ og SSS.

Í dag var svo fjölskyldudagurinn okkar enn og aftur í frábæru veðri. Fjöldi fólks mætti á skíði þar sem boðið var upp á leikjabraut og samhliðasvig í fjallinu. Í Bárubraut buðum við svo upp á leikjabraut og skíðaskotfimi.

Aðstæður eru frábærar núna hjá okkur. Tindaöxl er öll að koma til, búið að opna upp á topp og lyftubrekka og suðurbakki í góðu standi. Troðnar og sporaðar skíðagöngubrautir ná svo rétt tæpum 10 km (Bárubraut og hringur við Ólafsfjarðarvatn).