Lög félagsins

Lög Skíðafélag Ólafsfjarðar

 

1 gr.

Félagið heitir Skíðafélag Ólafsfjarðar (SÓ). Lögheimili þess og varnarþing er í Ólafsfirði. Félagið er aðili að UÍF, UMFÍ, SKÍ og ÍSÍ.

2 gr.

Tilgangur félagsins er að iðka skíðaíþrótt í Ólafsfirði, vinna að áhuga almennings fyrir gildi íþróttarinnar, mótahald og virkja sem flesta til þátttöku í skíðaíþróttinni.

3 gr.

Merki félagsins er  

Keppniseinkenni félagsins er

4 gr.

Félagsmenn geta allir orðið sem lagt hafa fram inngöngubeiðni og eru orðnir 18 ára. Halda skal skrár yfir félagsmenn og stöðu árgjalda.

5 gr.

Félagsmenn skulu greiða árgjald til félagsins. Skal það ákveðið á aðalfundi ár hvert. Árgjaldið rennur í félagssjóð

6 gr.

Í félaginu starfa engar fastanefndir. Stjórn getur skipað starfsnefndir hverju sinni og getur stjórn haft val um hvaða nefndir það eru og hversu margir eru í hverri nefnd.

7gr.

Aðalfund félagsins skal halda eigi síðar en 15. maí ár hvert. Aðalfundur hefur æðsta vald innan félagsins og ákvörðunarvald í öllum málum þess.

Aðalfund skal auglýsa opinberlega með minnst viku fyrirvara.

Aðalfundur er löglegur sé réttilega til hans boðað.

8 gr.

Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi

  1. Fundarsetning
  2. Kostning fundarstjóra og fundarritara.
  3. Skýrsla stjórnar
  4. Reikningar félagsins lagðir fram.
  5. Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
  6. Lagabreytingar
  7. Umræða um lagabreytingar. Lagabreytingar lagðar fram til samþykktar.
  8. Ákvörðun um árgjald.
  9. Kostning formanns og annara stjórnarmanna, kostning áheyrnarfulltrúa ungs fólks og 2 skoðunarmenn reikninga.
  10. Tilnefning fulltrúa til stjórnarkjörs UÍF.
  11. Önnur mál.

9 gr.

Einfaldur meirihluti greiddra atkvæða ræður úrslitum mála á aðalfundi. Þó öðllast lagabreytingar á ákvarðanir um stofnun nýrra fastanenda því aðeins gildi að þær hljóti samþykki tveggja þriðju hluta þeirra sem atkvæði greiða, enda taki fullur helmingur þeirra sem á fundi eru þátt í atkvæðagreiðslunni.

10 gr.

Allir skuldlausir félagsmenn, 18 ára og eldri, hafa atkvæðisrétt, málfrelsi, tillögurétt og kjörgengi til stjórnarstarfa á aðalfundi félagsins. Skal miða aldur við almanaksár.

11 gr.

Aukaaðalfundi félagsins má halda ef stjórn telur nauðsynlegt eða ef 10 af hundraði atkvæðisbærra félaga óska þess skriflega og tilgreina fundarefni það sem ræða skal. Aukaaðalfund skal boða með sama hætti og reglulegan aðalfund. Reglur um aðalfund gilda eftir því sem við á um aukaaðalfund. Þó skulu lagabreytingar, stjórnarkjör og ákvörðun um stofnun nýrra fastanefnda aðeins fara fram á reglulegum aðalfundi.

12 gr.

Stjórn félagsins skal skipuð 7 mönnum, formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og þremur meðstjórnendum, auk þess er tilnefndur 1 áheyrnafulltrúi iðkenda 16-25 ára. Þrír skulu kosnir sem fulltrúar göngu og þrír sem fulltrúar alpagreina. Formaður skal kosinn sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórnin sjálf með sér verkum. Kjörtímabil stjórnarmanna er milli aðalfunda.

Kjósa skal fyrsta og annan varamann. Varamenn skulu hafa rétt til þes að sitja stjórnarfundi með málfrelsi og tillögurétt. Formaður félagsins boðar varamenn til funda.

Á aðalfundi skal einnig kjósa tvo skoðunarmenn reikninga félagsins og einn til vara.

13 gr.

Stjórnarfundi skal halda reglulega og eigi sjaldnar en hálfsmánaðarlega yfir vetrartímann og oftar ef þurfa þykir, þar með talið ef stjórnarmaður óskar þess. Formaður boðar til stjórnarfunda. Stjórnarfundir eru löglegir ef meirihluti stjórnar er mættur. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum mála á stjórnarfundum. Falli atkvæði jafnt, ræður atkvæði formanns.

 

14 gr.

Stjórn félagsins fer með æðsta vald í málefnum þess milli aðalfunda.

Sjórn félagsins skal vinna að því að efla félagið á allan hátt og gæta hagsmuna þess út á við. Hún skal einnig samræma starfsemi félagsins inn á við og hafa eftirlit með starfsemi þess. Stjórnin hefur yfirumsjón með eignum félagsins og markar stefnu þess í öllum veigamiklum málum.

15 gr.

Stjórn félagsins veitir viðurkenningar fyrir íþróttaárangur eða störf í þágu félagsins, samkvæmt reglum sem samþykktar skulu á aðalfundi þess.

16 gr.

Reikningsár félagsins er almanaksárið. Gera skal fjárhagsáætlun fyrir hvert starfsár þar sem gera skal gein fyrir áætlun um tekjuöflun félagsins og áætluðum rekstrargjöldum.

17 gr.

Allar eignir félagsins skulu vera í yfirumsjón stjórnar félagsins. Stjórn félagsins skal varðveita skjöl félagsins og aðra muni, s.s. verðlaunagripi, gjafir o.s.frv.

18 gr.

Úrsögn félagsmanna úr félaginu skal vera skrifleg og berast til stjórnar.

19 gr.

Heimilt er stjórn að víkja félögum úr félaginu, telji hún þá hafa unnið alvarlega á hlut félagsins, eða sýnt af sér óásættanlega hegðun.

20 gr.

Hætti félagið starfsemi sinni og verði lagt niður, skal afhenda UÍF eignir þess.

21 gr.

Að öðru leyti gilda lög UÍF, lög UMFÍ og lög ÍSÍ

22 gr.

Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á aðalfundi 3. Júní 2015