Fyrsta Bikarmót SKÍ í skíðagöngu fór fram á Akureyri um helgina. Mótið var sett á sem úrtökumót fyrir YOG og HM unglinga sem fram fara eftir áramót. Mótið var einnig FIS mót hjá 17 ára og eldri. Keppni hófst á föstudag með sprettgöngu F, á laugardag var einstaklingsstart með hefðbundinni aðferð og í dag sunnudag var ræst með Hópstarti og gengið með frjálsri aðferð.
Árni Helgason og Svava Rós Kristófersdóttir sigruðu allar göngurnar í 15-16 ára flokki drengja og stúlkna. Guðrún Ósk Auðunnsdóttir varð í 2.sæti í öllum göngum 15-16 ára stúlkna. Einnig kepptu á mótinu Karen Helga Rúnarsdóttir, Sigurlaug Sturludóttir, Haukur Rúnarsson og Elís Beck Kristófersson og stóðu sig öll virkilega vel.
Mótið gekk ljómandi vel enda eru SKA einn besti mótshaldari landsins þegar kemur að mótahaldi í skíðagöngu.
Öll úrslit mótsins má sjá hér....