Á morgun laugardag hefst Skíðamót Íslands í alpagreinum á Dalvík. Skíðafélag Dalvíkur og Skíðafélag Akureyrar hafa tekið mótið að sér en upphaflega átti mótið að fara fram í Oddsskarði.
Okkar maður Matthias Kristinsson er komin á klakann og tók þátt á Atomic cup í vikunni og varð þar í 3.sæti í tveimur keppnum í svigi. Það verður því spennandi að fylgjast með honum á morgun í sviginu á Dalvík og stutt að fara. Á sunnudag er svo keppt í stórsvigi en ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um hvort það verði á Dalvík eða Akureyri.
Hægt er að fylgjast með gangi mála hér á síðu mótsins......
Svo er auðvitað mjög stutt að fara á Dalvík en keppni hefst kl 10:00 í Böggvisstaðafjalli.