Andrésar Andarleikarnir settir í kvöld

Hluti glæsilegra fulltrúa SÓ
Hluti glæsilegra fulltrúa SÓ

Í kvöld var setning á 49. Andrésar Andarleikunum á Akureyri. Aldrei hafa fleiri þátttakendur verið skráðir til leiks. Keppni hefst á morgun og stendur fram á laugardag og eru rúmlega 900 börn komin til Akureyrar til að taka þátt. 

Skíðafélag Ólafsfjarðar er með 41 keppanda á leikunum og er tilhlökkunin mikil hjá krökkum og foreldrum sem láta flest fara vel um sig á Hótel Hálönd yfir leikana. Félagar okkar í SSS eru svo með 50 keppendur og eru því 91 keppandi frá Fjallabyggð á leikunum!

Allt um Andrésarleikana má finna hér....

Nema líklega úrslit í skíðagöngu, en þau má finna hér....