Fyrsta bikarmót vetrarins í alpagreinum 12-15 ára var haldið í Oddsskarði 15. og 16. febrúar síðastliðinn.
Skíðafélag Ólafsfjarðar átti þar tvo keppendur sem báðir voru að fara á sitt fyrsta bikarmót. Þeir félagar Olivier Saniewski og Sigmundur Elvar Rúnarsson voru mættir til leiks í 12-13 ára flokki. Mótahald gekk ljómandi vel og aðstæður góðar, en mótið átti að fara fram í Bláfjöllum en var á endanum flutt austur.
Strákarnir stóðu sig ljómandi vel á sínu fyrsta móti, en í stórsviginu varð Sigmundur 12. og Olivier 14. Í sviginu voru mikil afföll og Sigmundi hlekktist á í brautinni en Olivier skilaði sér niður með glæsibrag og endaði í 7.sæti