Bikarmót SKÍ um liðna helgi á Akureyri

Síðasta bikarmót vetrarins var haldið á Akureyri 29. og 30. mars síðastliðinn. Mótinu hafði áður verið margfrestað en loks tókst að halda það á Akureyri við frábærar aðstæður. Snjóað hafði í Hlíðarfjallii í vikunni, sólin lét sjá sig og nánast logn allt mótið.

Keppendur frá SÓ voru Kamilla Maddý Heimisdóttir, Gréta Mjöll Magnúsdóttir og Þórey Edda Rúnarsdóttir kepptu allar í 13-14 ára flokki þar sem voru 15 stelpur mættar til leiks. Björg Glóa Heimisdóttir keppti í flokki 15-16 ára. Keppt var í sprettgöngu á laugardag og 3,5km (13-14ára) og 7km (15-16ára) á sunnudag. Báða dagana var gengið með frjálsri aðferð. Stelpurnar stóðu sig mjög vel á mótinu, við komumst ekki hjá því að nefna að við höfum ekki getað æft eins og önnur félög vegna snjóleysis sem er að gera okkur erfitt fyrir. En flottar frammistöður hjá stelpunum.

SKA stóð sig vel að vanda sem mótshaldari, allt til fyrirmyndar. Öll félögin tóku þátt í samveru eftir keppni á laugardag, farið var í sund og í skautahöllina þar sem keppendur skemmtu sér ljómandi vel. Á sunnudag var svo haldið félagsmót með SKA þar sem keppendur frá SSS bættust í hópinn. Flott helgi í Hlíðarfjalli.

Úrslit mótsins má sjá hér...