Bikarmótinu á Ísafirði lauk í dag þegar keppt var með frjálsri aðferð. Úrslit dagsins urðu nákvæmlega þau sömu hjá krökkunum okkar sem halda áfram að standa sig gríðarlega vel. Árni varð annar, Svava önnur, Silja þriðja, Guðrún fjórða í flokkum 13-14 ára. Karen varð fjórða í flokki 15-16 ára. Frábær árangur hjá krökkunum sem nú eru á heimleið en öll úrslit mótsins má sjá hér.....
Enn einu námskeiðinu lauk í dag í samstarfi við Sigló Hótel og ferðaskrifstofuna Mundo. Alls voru á neimskeiðinu rúmlega 80 þátttakendur og voru aðstæður frábærar. Flottar brautir hér á Ólafsfirði og hátt í 11km troðnir í brautum sem henta öllum. Einnig var auðvitað fjöldi fólks sem nýtti sér aðstöðuna til hins ýtrasta.
Skíðasvæðið í Tindaöxl var því miður lokað í dag, en til stóð að hafa opið frá kl 13-17, en um kl 11:00 fór að hvessa svo um munaði og því ekki hægt að hafa opið.
En flottri helgi lokið og vonandi verður bara áframhald á snjó og góðum aðstæðum í firðinum fagra.