Skíðafélagi Ólafsfjarðar langar að kanna áhuga á því að hafa vikulegar æfingar/dagskrá fyrir 55 ára og eldri en hugmyndin byggir á verkefninu Bjartur Lífsstíll.
Hugmynd okkar er að bjóða upp á æfingar/kennslu í skíðagöngu og alpagreinum einu sinni í viku. Inn í þetta fléttast svo samvera, fræðsla og skemmtilegar uppákomur. ATH þetta er ekki einungis ætlað skíðandi einstaklingum, einhverjir þurfa að sjá um: ljóð/brandara kvöldsins, kaffið, tónlistina o.s.frv. E.t.v. hentar þetta því öllum sem langar í smá útivist með skemmtilegu ívafi.
Kynningarfundur verður haldinn í skíðaskálanum í Tindaöxl, fimmtudaginn 5.janúar kl 20:00.