Föstudaginn 5. ágúst fór Fjarðarhjólið fram í blíðskaparveðri. Boðið var upp á mismunandi vegalengdir bæði fyrir fjallahjól og rafmagnshjól. Alls voru 25 þátttakendur sem tóku þátt og hjóluðu ýmist 3,5km - 7,5km - 10km eða 30km.
Úrslit mótsins má finna hér á heimasíðunni undir Fjarðargöngunni
Fjarðarhlaupið fór svo fram 6. ágúst og áfram hélt veðrið að leika við okkur. Að sjálfsögðu buðum við upp á fjórar vegalengdir þar: 3,5km, 7,5km, 10km og 20 km. Hlaupaleiði lágu út í Múla, upp Brimnesdal, um efstu hæðir á Tindaöxl, niður í bæ, upp varnarðgarðinn, suður að Burstabrekkudal og víðar. Alls tóku 47 manns þátt í Fjarðarhlaupinu.
Úrslit mótsins má finna hér á heimasíðunni undir Fjarðargöngunni
Frábær umgjörð var í miðbænum hjá okkur, keppendur fengu grill og drykki eftir keppni og góð stemmning var við marksvæðið. Helstu styrktaraðiðar okkar voru Hleðsla, Kaldi og Eðaldrykkir sem sáu til þess að allir fengu nóg að drekka eftir keppni og verðlaunahafar fengu flott verðlaun.
Við teljum að mótahald hafi gengið mjög vel og munum við á næstu árum vinna að því að gera þessa viðburði stærri. Við teljum að við séum með góðan grunn eftir þessa frumraun og næsta ár verður enn flottara og fjölmennara.
Myndir frá mótunum á finna á facebook síðunni FJARÐARGANGAN