Við byrjum strax í dag með löngum föstudegi í Tindaöxl. En skíðasvæðið opnar nú kl 13:00 og verður opið til kl 18:00 ef veður leyfir.
Verið er að troða Bárubraut, flæðar og eyrina og verður því lokið um kl 14:00
Útlitið fyrir helgina er svo ljómandi gott, fín veðurspá og stefnum við að opnum í Tindaöxl bæði laugardag og sunnudag frá 13-17, vonandi tekst að koma nýju lyftunni upp fyrir þau allra yngstu og bara alla sem vilja taka stutta bunu.
Um helgina fer einnig fram Bikarmót í skíðagöngu á Ísafirði. Þar eigum við 5 keppendur, Karen Helgu, Svövu Rós, Guðrún Ósk, Silju Rún og Árna. Þau hefja keppni í dag með sprettgöngu sem hefst kl 17:30
Bikarmóti í alpagreinum 12-15 ára sem fara átti fram um helgina í Bláfjöllum hefur enn og aftur verið frestað.
Að lokum þá eru hjá okkur á námskeiðum rúmlega 80 manns í samstarfi við Hótel Sigló og Ferðaskrifstofuna Mundo.
Líf og fjör!