Fossavatnsgangan var haldin á Ísafirði, laugardaginn 20.febrúar síðastliðinn. Keppnin er hluti af Íslandsgöngunni og er reyndar hluti af World Loppet og margir erlendur keppendur koma til landsins til að taka þátt í keppninni. Alltaf er ótrúlega skemmtileg stemmning á Ísafirði þessa daga, enda keppnishald allt til mikillar fyrirmyndar.
Lengsta vegalegnd er 50 km og þar varð Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson í 1.sæti í flokki 35-49 ára og sem gaf honum 2.sætið í World Loppet göngunni. Þorvaldur átti hörku göngu var tólfti í mark af öllum keppendum.
Björk Óladóttir gekk einnig 50 km og varð í 5.sæti í flokki 35-49 ára. Þessi hjón eru auðvitað eitthvað annað.
Þórhallur Ásmundsson (ofurmenni) gekk 12,5km og einnig Diljá Helgadóttir.
Helgi Reynir Árnason startaði í 50km en því miður gaf bakið sig í byrjun keppninnar svo hann varð að draga sig úr keppni.
Þórhallur og Diljá