Nú er búið að reisa bæði nýjan lyftuskúr og stangaskúr (geymslu). Húsin eru hvort um sig 14,8m2 og líta hrikalega vel út. Húsin hafa verið reist í sjálfboðavinnu og eru nánast fullfrágengin.
Miðvikudaginn 28.sept var farið í að reisa lyftuskúrinn og var búið að negla þakið á skúrinn eftir um 3 klst vinnu. Á laugardag var svo farið í að reisa geymsluskúrinn og þá líka gengið frá öllum listum, strekkjurum og fl á báðum húsunum. Sú vinna tók um 6 klst.
Húsin eru nú nánast klár, en eftir er að setja pappa og járn á þökin og flota gólf. Þá er eftir að reisa tímatökuhús við flötina og vonumst við til að klára það í október.
Myndir má finna hér á síðunni í albúminu "haustvinna"
Kærar þakkir til þeirra sem aðstoðuðu okkur í þessu.