Jónsmót var haldið 21.-23.mars síðastliðinn. Vegna snjóleysis þurfti að færa skíðahlutann frá Dalvík til Siglufjarðar en sundið fór fram á Dalvík.
SÓ átti tvo keppendur á mótinu, þá Olivier Saniewski og Sigmund Elvar Rúnarsson. Strákarnir stóðu sig ljómandi vel.
Á föstudag var keppt í sundi á Dalvík, þar varð Olivier í 5.sæti og Sigmundur í 11.sæti. Á laugardag var keppt í svigi á Siglufirði, Olivier gerði ógilt í fyrri ferð en gerði fína seinni ferð á meðan Sigmundur kláraði sínar ferðir vel og hafnaði í 10.sæti. Á sunnudag var svo stórsvig þar sem farin var ein ferð, þar varð Olivier 9. og Sigmundur 8. sem setti þá samanlagt í 7.sæti (Olivier) og 10.sæti (Sigmundur). Helgin var svo kórónuð með að drengirnir hrepptu úrdráttarverðlaun.
Flott mót hjá Dalvíkingum eins og svo oft áður þrátt fyrir snjóleysi.