Í dag keppti Matthías Kristinsson í risasvigi á EYOF sem fram fer á Ítalíu. Matthías hafnaði í 37.sæti og má heldur betur vel við una eftir þessa leika. Frábær árangur í öllum greinum og verður spennandi að fylgjast með Matthías í framtíðinni.
Nú heldur Matthías heim á leið til Geilo í Noregi, en þar stundar hann nám við skíðamenntaskólann í Geilo. Um miðjan febrúar keppir hann svo á sex mótum í Osló og svo eru æfingar og keppnir jafnt og þétt þar til hann kemur til Íslands til að keppa á Skíðamóti Íslands sem fram fer í Oddsskarði.
Við munum halda áfram að færa ykkur fréttir af Matthías eftir bestu getu og óskum honum innilega til hamingju með árangurinn á EYOF.