Matthías Kristinsson keppti í dag í svigi í Noregi. Mótið fór fram í Raudalen og endaði kappinn í 3.sæti.
Matthías var með rásnúmer 14 og kom í mark í fyrri ferð með 11. besta tímann. Hann átti svo heldur betur flotta seinni ferð og keyrði sig upp í 3.sæti og var með annan besta tíma seinni ferðarinnar.
Frábær árangur hjá Matta, en fylgjast má með mótinu hér....