Matthías Íslandsmeistari í samhliðasvigi!

Matthías Krisinsson
Matthías Krisinsson

Skíðamót Íslands í alpagreinum fór fram í Oddsskarði um nýliðna helgi. Allt besta alpagreinafólk landsins var komið heim á klaka til að taka þátt og tókst mótahald vel. Okkar maður, Matthías Kristinsson, var mættur til leiks eftir langa endurhæfingu en hann greindinst með beinmar í mjóbaki og hefur verið frá keppni síðan 5.desember síðastliðinn. 

Matthías gerði gott mót, varð í 5.sæti í stórsvigi á föstudag, náði ekki að klára svigið en sigraði svo samhliðasvigið í gær.

Frábær endurkoma hjá Matta, nú taka við fleiri mót og verður spennandi að fylgjast með honum það sem eftir lifir vetrar.