Í dag hófst keppni í Útilífscup er keppt var í stórsvigi. Keppt var í Bláfjöllum og verður keppt tvisvar sinnum á morgun í svigi.
Á föstudag hefst svo Skíðamót Íslands í alpagreinum en það fer einnig fram í Bláfjöllum.
Erfiðar aðstæður voru í dag í stórsviginu lítið skyggni, snjókoma og rok. Matthías Kristinsson kom til landsins fyrir páska og hefur verið við æfingar með landsliðinu í Bláfjöllum. Gekk keppnin í dag vel hjá okkar manni sem hafnaði í 2.sæti.
Á morgun verður keppt tvisvar í svigi og má fylgjast með úrslitum hér....