Okkar maður Matthías Kristinsson er kominn á fulla ferð. Fyrstu mót vetrarins fóru fram í Geilo 7.-10. des síðastliðinn. Matthías er uppalinn í Geilo og stundar þar nám við skíðamenntaskólann í Geilo svo óhætt er að segja að hann hafi verið á heimavelli.
Keppni hófst 7.desember í stórsvigi þar sem Matthías hafnaði í 8.sæti. Aftur var keppt í stórsvigi 8.des. en þá hafnaði Matthías í 12. sæti. Laugardaginn 9. og sunnudaginn 10. var svo keppt í svigi þar sem Matthías hafnaði í 5. og svo 2.sæti! Glæsileg fyrstu mót vetrarins en aðstæður til skíðaiðkunar í Geilo hafa verið frábærar frá byrjun nóvember. Auk Matthíasar kepptu nokkrir íslendingar á mótinu og náði Bjarni Þór Hauksson, félagi Matthíasar, bestum árangri þeirra þegar hann sigraði svigið á laugardeginum.
Í dag var svo keppt í stórsvigi í Bjorli þar sem Matthías hafnaði í 18.sæti. Keppni heldur áfram í Bjorli á morgun og þá aftur í stórsvigi. Á föstudag og laugardag er svo keppt í svigi.
Flott byrjun á vetrinum hjá okkar manni og má fylgjast með gangi mála í Bjorli hér....