Hér má sjá dagskrána eins og hún lítur út hjá okkur, við munum svo setja inn fréttir daglega með breytingar og uppfærslu á dagskránni. Við byrjum á morgun, Skírdag, þar sem við erum sennilega fyrst í heiminum til að halda liðasprett í skíðaskotfimi þar sem annar liðsmaðurinn gengur á gönguskíðum en hinn svigar niður braut á svigskíðum. Báðir keppendur munu skjóta í endamarki og samanlagður tími gildir. Refsing er fyrir hvert skot sem ekki hittir skotmarkið. Við mætum upp á golfvöll kl 12:00 og þar geta keppendur prófað að skjóta auk þess að skoða aðstæður. Við erum fyrst og fremst að hugsa þetta fyrir 16 ára og yngri en auvðitað hendum við í fullorðinskeppni ef áhugi er fyrir því. Einnig verður í boði að prófa byssurnar til kl 15:00 fyrir gesti og gangandi.
Skíðagöngubraut verður á Skeggjabrekkudal á morgun, troðarinn kominn á dalinn og veðurspáin er flott svo vonandi sjáum við sem flesta á morgun við golfskálann.
Skráning og upplýsingar er að finna á facebooksíðu SÓ: Skíðafélag Ólafsfjarðar. Við erum að sjálfsögðu líka á Instagram, skiol2001