Í gær, laugardaginn 18.desember, var haldin hin árlega Ofurganga í Hlíðarfjalli. Það er Skíðafélag Akureyrar sem heldur gönguna sem fer þannig fram að þátttakendur reyna að ganga sem lengst frá kl 10-14:00. Ef farið er af stað í síðasta hring fyrir kl 14:00 má þó ljúka þeim hring, en hringurinn sem er genginn er um 3,5km langur.
Það var okkar stálmaður, Sigurbörn Þorgeirsson, sem ýtti sér heila 18 hringi sem gerðu 60,11 km og tók þetta Bjössa 4 klst og 8 mín rúmar. Mikið afrek að ýta sér alla hringina og ljóst að Bjössi ætlar sér stóra hluti í vetur.
Úrslit frá mótinu höfum við ekki, en þau koma nú vonandi inn hjá mótshöldurum fljótlega.
Til hamingju Bjössi!