Skíðamót Íslands var sett í kvöld með glæsibrag í verslun Útilíf. Steinunn Sæmundsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari og Ólympíufari setti mótið í ár og Ólympíufarar úr röðum skíðadeildar Ármanns voru heiðraðir og gestir gæddu sér á veitingum.
Keppni hefst á morgun, föstudag, kl 10:00 þegar keppt verður bæði í stórsvigi og kl 14:45 hefst keppni í svigi. Veðurútlit er ekki gott fyrir helgina og því er stefnan að keyra tvær keppnir á morgun. Matthías Kristinsson SÓ verður meðal keppanda á mótinu og við reynum að fylgjast með eins og við getum.
Fyrir áhugasama þá er síða mótsins á facebook hér...
Live tímataka á FIS er hér...