Það var frábær dagur í dag í Skeggjabrekkudal. Gerð var tilraun með liðakeppni í skíðaskotfimi þar sem tveir voru í liði, annar á gönguskíðum og hinn á svigskíðum. Stuttar brautir og skotstöð eftir hvorn hluta. Gengnir voru um 600m og þá komið í skotstöð, eftir að búið var að skjóta skipti göngumaðurinn við alpagreinamann sem keyrði niður stutta svigbraut og fór þar í aðra skotstöð til að klára sprettinn. Virkilega gaman að prófa þetta og gaman að hafa alla krakkana okkar saman í þessu, klárlega eitthvað sem við eigum eftir að prófa aftur.
Í dag var 5,5 km skíðagöngubraut á Skeggjabrekkudal og fjöldi fólks á skíðum, enda veður gott.
Á morgun, föstudaginn langa, verður breyting á dagskrá. Við ætlum að færa páskaeggjaleitina úr Tindaöxl þar sem ekki er hægt að opna lyftuna vegna snjóleysis. Það er því mæting í "fjöruna/sjósandinn" kl 11:00 þar sem verður stutt sprell og fjör með páskaeggjaleit. Svo er tilvalið að skella sér á skíði eftir hádegi!
Myndir frá deginum í dag á facebook síðu Skíðafélag Ólafsfjarðar