SMÍ og UMÍ hófst í dag á Akureyri

Olivier og Sigmundur á setningu UMÍ
Olivier og Sigmundur á setningu UMÍ

Skíðamót Íslands í skíðagöngu hófst í dag. Mótið er fyrir keppendur 13 ára og eldri. Skíðafélag Ólafsfjarðar á tvær efnilegar stúlkur sem taka þátt í mótinu, Björg Glóa Heimisdóttir keppir í flokki 15-16 ára og Þórey Edda Rúnarsdóttir keppir í flokki 13-14 ára. Í dag var keppt í sprettgöngu með frjálsri aðferð og á meðan Þórey átti frábæran dag sem skilaði henni í 7.sæti var Björg mjög óheppin í úrslitum þar sem hún féll tvisvar í göngunni.
Á morgun, laugardag, verður keppt með hefðbundinni aðferð þar sem Þórey gengur 3,5km og Björg 5km.

Hægt er að fylgjast með úrslitum mótsins hér.....

Unglingameistaramót Íslands í alpagreinum var sett í gærkveldi og hófst keppni í dag með stórsvigi. SÓ á tvo keppendur á mótinu, Olivier Saniewski og Sigmund Elvar Rúnarsson. Báðir eru þeir á yngra ári í flokki 12-13 ára. Þeir félagar stógu sig vel í dag, Olivier varð í 11.sæti og Sigmundur í 14.sæti. Á morgun verður svo keppt í svigi.

Hægt er að fylgjast með mótinu á facebooksíðu mótsins.....