Strandagangan fór fram í gær, laugardag, á Hólmavík. Var þetta í 30.sipti sem gangan er haldin og gerði okkar fólk heldur betur góða ferð á strandirnar.
Aðstæður til mótahalds voru flottar og er Strandagangan 20km löng. Yfir 200 manns voru mættir til leiks allstaðar af landinu og skemmtu sér konunglega. Umgjörð mótsins var til fyrirmyndar og kökuhlaðborðið að göngu lokinni...... maðuri minn!
En að okkar fólki, Jónína Kristjánsdóttir gerði sér lítið fyrir og varð fyrst kvenna í göngunni og sigraði því flokk 17-34 ára. Björk Óladóttir lét ekki sitt eftir liggja og sigraði svo 35-49 ára flokkinn og Magnea Guðbjörnsdóttir kom fyrst í mark í flokki 50-59 ára!!! Dömurnar heldur betur að standa sig.
Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson varð svo í 2.sæti í 35-49 ára, aðeins sjónarmun á eftir Snorra Einarssyni ;-) og Friðrik Örn Ásgeirsson varð í 6.sæti í 17-34 ára.
Frábær dagur á ströndum og SÓ þakkar kærlega fyrir góðar móttökur.