Daginn í dag ætlum við að nýta til að sinna viðhaldi bæði í Tindaöxl og á snjótroðaranum. Skíðasvæðið í Tindaöxl verður því lokað og skíðagöngubrautir ekki troðnar í dag.
Veðrið er þannig að það skefur nokkuð svo sporin frá í fyrradag eru líklega ekki í góðu standi, en fínt skautafæri er í Bárubraut og á knattspyrnuvellinum / tjarnarsvæðinu.
Í dag verður ýmsu viðhaldi sinnt í lyftunni, lyftuvarðaskúr og snjótroðara.
Á morgun verður svo allt ný troðið og lyftan opin frá 16-19 og kvöldopnun til 22 ef veður leyfir.