Staðan er einfaldlega þannig að mikið hefur tekið upp af snjó hjá okkur í Tindaöxl og Bárubraut.
Fyrir helgi tókst þó að ýta og moka snjó í brautina á köflum svo hún er í nokkuð góðu standi 3,5km. Skíðagöngubraut er komin á golfvellinum í Skeggjabrekku, þar er troðin 5km hringur auk ýmsum lykkjum fyrir hópana sem eru á námskeiðum hjá okkur um helgina.
Skíðasvæðið í Tindaöxl er lokað nema fyrir æfingar SÓ. En æfingaplan dagsins má sjá hér að neðan auk skilaboða frá þjálfara.