Mikið hefur snjóað á Ólafsfirði undanfarna daga og veður verið slæmt (en samt gott). Nú er heldur betur að lagast veðrið og stefnir í frábæran dag á morgun. Stefnan fyrir morgundaginn er eftirfarandi.
Bárubraut troðin og klár kl 09:00 troðnar verða skiptingar í brautina og er nægur snjór á svæðinu.
Skíðasvæðið í Tindaöxl opnað kl 12:00. Eftir er að troða brekkuna, moka frá lóðinu og eitthvað fleira sem þarf að græja. En við stefnum á að það verði klárt kl 12:00 og aðstæður verði frábærar á skíðasvæðinu okkar.
Við munum á morgun láta sitja á hakanum að troða við Ólafsfjarðarvatn að þessu sinni en leggjum áherslu á að koma fjallinu og Bárubraut í gott stand.
Staðan verður svo uppfærð hér um kl 11:30 á morgun, sunnudaginn 14.mars.