Styrkur frá Fjallabyggð

Á fimmtudag bauð markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar til úthlutunarhátíðar í Tjarnarborg. Um var að ræða úthlutanir til einstakra verkefna, styrkir til hátíða og stærri viðburða, og styrkir til reksturs safna og setra.

Skíðafélag Ólafsfjarðar hlaut styrk að upphæð 400.000 kr í Fjarðargönguna, Fjarðarhlaupið og Fjarðarhjólið. Sunna Eir Haraldsdóttir tók við styrknum fyrir okkar hönd og þökkum við kærlega fyrir rausnarlegan stuðning.