Í dag, laugardaginn 1.febrúar var borinn til grafar Þórhallur J Ásmundsson og stóðu félagar úr SÓ heiðursvörð bæði við Siglufjarðarkirkju og einnig í kirkjugarðinum í Ólafsfirði.
Það er óhætt að segja að við í Skíðafélagi Ólafsfjarðar höfum heldur betur fengið góðan liðstyrk þegar Þórhallur kom til okkar. Þar var á ferð maður sem vissi hvað sjálfboðastarf og félagsstarf var. Ávallt tilbúinn að mæta og leggja sitt að mörkum, hvort sem var við mótahald, uppbyggingu eða einhver sérverkfefni. Þórhallur varð fljótt hluti af styrk SÓ ávalt tilbúinn að hjálpa, draga vagninn og láta gott af sér leiða. Hann var stoltur af okkar félagi og að vera hluti af því. Hann var duglegur að sækja Íslandgöngurnar og ferðaðist með okkar keppendum í margar þeirra og hafði gaman af. Við sem eftir sitjum, erum þakklát fyrir frábær kynni af góðum dreng sem kryddaði tilveru okkar.
Innilegar samúðarkveðjur til aðstandanda, minning Þórhalls lifir í hjörtum okkar í SÓ