Snjótroðari félagsins bilaði á sunnudag og hefur verið beðið eftir varahlut sem átti að koma til landsins með hraðsendingu í dag. Um hádegi kom í ljós að varahluturinn var ekki kominn og í raun ekkert á leiðinni fyrr en eftir 4 vikur! Þá voru góð ráð dýr....
Eftir nokkra skoðun kom í ljós að mögulegt var að nota varahluti sem félagið átti úr gamla troðaranum og lauk viðgerð í kvöld. Troðarinn er því orðinn klár og vonumst við til að fara af stað strax í fyrramálið og nú er bara að vona að snjórinn haldi í þessum hita og trekki sem verður næstu daga.