Í dag var síðasti keppnisdagur á Unglingameistaramóti Íslands í alpagreinum sem fram fór í Hlíðarfjalli. Í dag var keppt í samhliðasvigi við frábærar aðstæður og var keppni æsispennandi. Hver umferð var tvær ferðir þar sem keppendur skiptu um braut og samanlagður árangur réð hvor fór áfram í næstu umferð. Natalía Perla Kuleza keppti í flokki stúlkna 14-15 ára og stóð sig frábærlega. Í fyrstu umferð sigraði Natalía báðar ferðirnar og fór því áfram. Í næstu umferð tapaði Natalía fyrri ferðinni en sigraði þá seinni, en komst því miður ekki áfram.
Flottur árangur hjá Natalíu í dag sem var mjög sátt við árangurinn.
Natalía Perla hér til vinstri í samhliðasviginu í dag.