Vinnudagar

Það hefur auðvitað ekki farið framhjá neinum að snjóleysið er að fara með okkur. Við áttum því góða vinnudaga í vikunni sem leið. Á þriðjudag mætti vaskur hópur foreldra/sjálfboðaliða og þreif skálann okkar hátt og lágt auk þess að fara í girðingarvinnu í Bárubraut. En þar höfðu snjógirðingar laskast mikið í roki í haust og vetur. Aftur mættum við á fimmtudag og bættum þá í betur með girðingar. Nú er bara að bíða og vona með að snjórinn komi, hann sleppur ekki frá okkur núna ;-)