Nú eru skipulagðar æfingar byrjaðar, reyndar með þeim fyrirvara að snjóalög og veður hjálpi okkur að halda þeim gangandi. Mjög hæpið er með snjóalög í Tindaöxl svo æfingar í alpagreinum eru nánar auglýstar á facebook: Alpagreinar SÓ, svo endilega fylgjast vel með þar. Annars eru öll skilaboð um æfingar inn á Sportabler þar sem foreldrar þurfa að skrá börn sín inn í æfingar.
Sunnudagar verða fyrirferðamiklir í æfingum hjá okkur þar sem við erum með æfingar í alpagreinum og skíðagöngu kl 13:00 ef aðstæður leyfa. Við bjóðum leikskólabörnum fæddum 2018-2020 til að koma til okkar á æfingar og auðvitað öllum börnum sem vilja prófa skíðin!
Æfingatöflur eru komnar inn á heimasíðuna undir "æfingar"
Hlökkum til að sjá ykkur öll í vetur!