Í byrjun janúar mun flottur hópur af okkar krökkum fara í æfingaferð til Geilo í Noregi. Um er að ræða 18 krakk sem æfa alpagreinar og skíðagöngu. Krakkarnir hafa staðið í fjáröflunum fyrir ferðina og í vikunni var gengið í hús og fyrirtæki heimsótt og safnað áheitum fyrir að æfa í sólarhring. Krakkarnir lögðu svo af stað kl 13:30 í gær, föstudaginn 11. nóvember og voru tveir saman við æfingar í klukkustund. Þau voru ýmist á hlaupum, hjólandi, í fótbolta, styrktaræfingum o.s.frv. Krakkarnir höfðu góða aðstöðu í Hlíð Heilsurækt og voru þar yfir nóttina við stífar æfingar.
Allt gekk þetta svakalega vel og þökkum við öllum sem styrktu krakkana, en langt er síðan SÓ hefur átt slíkan fjölda af iðkendum 12-16 ára og erum við svakalega stolt af þessum krökkum.
Aðalbakarí styrkti krakkana um hressingu að æfingum loknum.
Frábær sólarhringur og krakkarnir stóðu sig frábærlega og allir foreldrarnir sem að þessu komu.
Við reynum að koma inn fleiri myndum hér inn næstu daga af krökkunum