Um helgina var loksins haldið bikarmót í alpagreinum 12-15 ára. Mótið átti að vera á Ísafirði en var fært á Akureyri vegna snjóleysis fyrir vestan. Þetta er fyrsta bikarmót vetrarins í alpagreinum hjá unglingunum, en snjóleysi og veður hefur sett mótahald á hliðina í vetur.
Skíðafélag Ólafsfjarðar átti 5 keppendur á mótinu sem kepptu öll í flokki 14-15 ára.
Árangur krakkanna var eftirfarandi:
Nafn | Stórsvig | Svig |
Natalía Perla Kulesza | 12. sæti | 10. sæti |
Hanna Valdís Hólmarsdóttir | 16. sæti | keyrði út |
Aníta Heiða Kristinsdóttir | 19. sæti | 16. sæti |
Bríet Brá Gunnlaugsdóttir | keyrði út | |
Dawid Saniewski | 10. sæti | 9. sæti |
Flott helgi hjá krökkunum og um næstu helgi verður aftur Bikarmót hjá þei á Dalvík.