Bikarmót SKÍ í alpagreinum

Dawid, Hanna, Natalía, Ronja (þjálfari) og Aníta.
Dawid, Hanna, Natalía, Ronja (þjálfari) og Aníta.

Um helgina var loksins haldið bikarmót í alpagreinum 12-15 ára. Mótið átti að vera á Ísafirði en var fært á Akureyri vegna snjóleysis fyrir vestan. Þetta er fyrsta bikarmót vetrarins í alpagreinum hjá unglingunum, en snjóleysi og veður hefur sett mótahald á hliðina í vetur.

Skíðafélag Ólafsfjarðar átti 5 keppendur á mótinu sem kepptu öll í flokki 14-15 ára.

Árangur krakkanna var eftirfarandi:

Nafn Stórsvig Svig
Natalía Perla Kulesza 12. sæti 10. sæti
Hanna Valdís Hólmarsdóttir 16. sæti keyrði út
Aníta Heiða Kristinsdóttir 19. sæti 16. sæti
Bríet Brá Gunnlaugsdóttir keyrði út  
Dawid Saniewski 10. sæti 9. sæti

 

Flott helgi hjá krökkunum og um næstu helgi verður aftur Bikarmót hjá þei á Dalvík.