Bikarmót í skíðagöngu hófst á Ísafirði í dag þegar keppt var í sprettgöngu. Snillingarnir okkar, Guðrún Ósk Auðunsdóttir, Karen Helga Rúnarsdóttir, Ragnhildur Vala Johnsdóttir og Svava Rós Kristófersdóttir eru mættar til leiks og keppa í 13-14 ára flokki.
Stelpurnar stóðu sig frábærlega í sprettgöngunni í dag sem var með hefðbundinni aðferð, Ragnhildur varð fyrst, Karen þriðja og Guðrún og Svava duttu út í undanúrslitum.
Á morgun hefst keppni kl 13:00 og er gengið með frjálsri aðferð. Hægt er að sjá startlista og úrslit hér.....
Alpagreina hópurinn okkar brunaði hinsvegar austur í dag og mætir til leiks í fyrramálið þegar keppt verður í stórsvigi en keppni hefst kl 9:30. Krakkarnir sem eru mætt til leiks eru: Dawid Saniewski, Bríet Brá Gunnlaugsdóttir, Skerphéðinn Þór Torfason, Víkingur Ólfjörð Daníelsson, Aníta Heiða Kristinsdóttir, Hanna Valdís Hólmarsdóttir og Natalía Perla Kuleza
Hægt er að fylgjast með alpagreinakrökkunum hér.....
Við reynum að setja inn fréttir hvernig gengur hjá krökkunum á morgun.