Í gær sæmdi forseti Íslands 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum við hátíðlega athöfn. Meðal annars fékk Björn Þór Ólafsson fyrrverandi íþróttakennari í Ólafsfirði, riddarakross fyrir framlag til skíðaíþrótta, félagsmála og menningarlífs í heimabyggð.
Við sem höfum þekkt Bubba og verið samferða honum í gegnum tíðina vitum öll að þessi orða fór á réttan stað.
Skíðafélag Ólafsfjarðar óskar Birni Þór innilega til hamingju og þakkar honum um leið ótrúlegt starf undanfarna áratugi og auðvitað er karlinn enn á fullu með okkur í öllu okkar starfi.