Skíðafélag Ólafsfjarðar setti upp ratleik í Bárubraut í byrjun ágúst. Nú hefur verið dregið úr þátttakendum og hljóta þau smá glaðning frá SÓ.
Ratleikurinn gekk út á að finna stikur sem komið hafði verið fyrir víðsvegar um Bárubraut. Á hverri stiku var bókstafur og þurfti að skila inn lausnarorði til að komast í pottinn. Lausnarorðið var "Svigskíði" og voru um 20 manns sem skiluðu inn réttu orði. Nú höfum við dregið þau, Sigurlaugu Sturludóttur, Dawid Saniewski og Bjarkey Gunnarsdóttir og hljóta þau SÓ húfu og SÓ buff að launum.
Við þökkum öllum fyrir þáttökuna og vonandi hefur fólk haft gaman af.