Á morgun, laugardag, er breyting á auglýstri dagskrá og verður haldið félagsmót, Smáramótið í stórsvigi. Vegna snjóleysis verður kept í gilinu við golfskálann. Mæting er kl 11:00 og skráning á staðnum. Göngubraut verður að sjálfsögðu klár á Skeggjabrekkudal (við golfksálann).
Í dag var byrjað kl 11:00 í fjörunni okkar með leikjum og páskaeggjaleit. Frábær mæting og kakkar, foreldrar og ömmur og afar skemmtu sér vel. Flott 5,5 km skíðagöngubraut er á Skeggjabrekkudal og þar voru margir mættir á skíði í allan dag.