Jónsmót var haldið á Dalvík um helgina, en mótið er haldið til minningar um Jón Bjarnason og er keppt í tvíkeppni, svigi/stórsvigi og sundi. Mótið er fyrir 9-13 ára og voru um 200 keppendur mættir til leiks á Dalvík um helgina.
Frá SÓ tóku þátt Óðinn Snær Hólmarsson, Sigmundur Elvar Rúnarsson, Olivier Saniewski og Maja Kulesza. Á laugardag var keppt í stórsvigi og sundi og á sunnudag var keppt í svigi. Krakkarnir stóðu sig allir prýðilega og voru félaginu til sóma. Til verðlauna unnu Oliver sem varð 5. í flokki 10 ára drengja í sundi og Óðinn varð 5. í svigi 9 ára drengja. Frekari úrslit má sjá á www.skidalvik.is/jonsmot. Aðstæður voru nokkuð krefjandi en eftir hlýindin undanfarið var ekki mikill snjór eftir. Ekta vorfæri var á laugardeginum, s.s. mjög lint en svo kólnaði þannig að mikið harðfenni var á sunnudag.
Frábært mót hjá vinum okkar á Dalvík og skemmtu krakkarnir sér konunglega.