Hjónakornin Helgi Reynir Árnason og Diljá Helgadóttir gengu í dag sína fyrstu Vasagöngu í Svíþjóð en eins og flestir vita er gangan heilir 90 km. Helgi Reynir hefur æft stíft undanfarin ár og mjög stíft nú síðastliðið ár þar sem áherslan var tileinkuð deginum í dag. Óhætt er að segja að Helgi hafi staðið sig frábærlega, en hann gekk kílómetrana 90 á 5:07:26.
Diljá hefur átt við veikindi að stríða undanfarnar vikur en kláraði engu að síður sína göngu með miklum sóma eða á tímanum 6:48:38.
Fjöldi Íslendinga tekur þátt í Vasagöngunni á ári hverju, til gamans má geta að Helgi Reynir var fyrstur af krölunum og Diljá önnur af konunum (íslensku) en landsliðskonan Kristrún Guðnadóttir átti frábæra göngu í dag og kom í mark á tímanum 4:45:10