Í dag lauk Íslandsgöngunni sem er almennings mótaröð á vegum SKÍ. Íslandsgangan samanstendur af 7 göngum um allt land og í dag var keppt á Egilsstöðum í Fjallagöngunni.
Austfirðingar buðu upp á flotta göngu þar sem hægt var að velja um 30 km (Íslandsgangan), 15 km og 5 km. SÓ-Elítan var mætt til leiks og lét heldur betur til sín taka. Helgi Reynir Árnason var fyrstur allra í karlaflokki og Björk Óladóttir í kvennaflokki. Í Íslandsgöngunni eru svo veitt verðlaun eftir aldursflokkum og þar var okkar fólk heldur betur á verðlaunapalli. Í flokki 17-34 ára karla varð stórbóndinn Hilmir Gunnar Ólason í 2.sæti. Í flokki 35-39 ára kvenna varð Björk Óladóttir í 1.sæti. Í flokki 35-49 ára karla varð Helgi Reynir Árnason í 1.sæti, Heiðar Gunnólfsson í 2.sæti og Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson í 3.sæti. Í flokki 50-59 ára kvenna varð Magnea Guðbjörnsdóttir í 1.sæti.
Í heildarstigakeppni Íslandsgöngunnar sem er samanlagður árangur í vetur varð Hilmir Gunnar Ólason í 2.sæti í flokki 17-34 ára. Björk Óladóttir varð í 2.sæti í flokki 35-49 ára. Í flokki 35-49 ára karla varð Helgi Reynir Árnason í 1.sæti, Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson í 2.sæti og samkvæmt útreikningi SÓ varð Heiðar Gunnólfsson í 3.sæti (ekki staðfest af SKÍ, þar er hann í 4.sæti). Í flokki 50-59 ára kvenna varð Magnea Guðbjörnsdóttir í 1.sæti og í karlaflokki varð Sigurbjörn Þorgeirsson í 2.sæti. Heldur betur frábær árangur hjá SÓ-Elítu liðinu okkar í vetur.