Um helgina fór fram Jónsmót á Dalvík og keppt í svigi, stórsvigi og sundi.
Mótið hófst á föstudagskvöld og lauk í dag, sunnudag. Mótið er fyrir börn á aldrinum 9-13 ára og var mæting á mótið góð þar sem krakkar allstaðar að voru mætt til Dalvíkur. SÓ átti þrjá keppendur á mótinu, Óðinn Snær Hólmarsson, Olivier Saniewski og Sigmundur Elvar Rúnarsson.
Mótið var skemmtilegt í alla staði og okkar drengir hæst ánægðir.
Úrslit mótsins má sjá hér.....