Í dag var keppt í svigi á EYOF á Ítalíu, Matthías Kristinsson átti frábæran dag og endaði í 8.sæti og er þetta besti árangur sem Íslendingur hefur náð í alpagreinum á EYOF frá upphafi.
Matthías var ræstur númer 3 í dag og átti frábæra fyrri ferð sem skilaði honum í 4.sæti. Í seinni ferðinni startaði Matthías nr. 27 og sem fyrr segir skilaði hún honum í 8.sæti í sviginu, hreint frábær árangur! Félagi Matthíasar, Bjarni Þór Hauksson, átti líka frábæran dag og endaði í 9.sæti.
Á föstudag er svo keppt í stórsvigi og verður gaman að fylgjast með þeim félögum ásamt hinum Íslensku keppendunum.