Fimmtudaginn 28. desember fór fram undirritun samninga vegna Ólympíusamhjálparinnar við Skíðasamband Íslands og íþróttafólk þeirra vegna undirbúnings fyrir Vetrarólympíuleikana í Mílanó og Cortina á Ítalíu 2026. Um er að ræða mánaðarlega styrki, að upphæð 1250 USD til sex einstaklinga vegna kostnaðar við æfingar, keppnir og ferðalög.
Styrkþegar Ólympíusamhjálparinnar vegna Vetrarólympíuleikanna í Mílanó og Cortina 2026 eru:
Bjarni Þór Hauksson – keppandi í alpagreinum
Dagur Benediktsson – keppandi í skíðagöngu
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir – keppandi í alpagreinum
Kristrún Guðnadóttir – keppandi í skíðagöngu
Matthías Kristinsson – keppandi í alpagreinum
Vildís Edwinsdóttir – keppandi í snjóbrettum
Við óskum Matthías innilega til hamingju með stuðninginn og fréttina hjá ÍSÍ má sjá hér...