Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar hefur verið mjög virkur undanfarna áratugi í ýmsum samfélagsverkefnum hér í bænum okkar. Þeir hafa ekki látið sitt eftir liggja varðandi Skíðafélag Ólafsfjarar og því var við hæfi að halda Rótarýmót. Keppt var bæði í svigi og skíðagöngu og alls tóku þátt 41 barn á aldrinum 3.-16 ára.
Veður lék við mótsgesti og skemmtileg stemmning í fjallinu. Rótarý menn mættu að sjálfsögðu og aðstoðuðu okkur við mótahaldið.
Úrslit alpagreina má sjá hér......
Úrslit í skíðagöngu má sjá hér.....
Myndir frá mótinu eru svo undir myndir..... (erum í smá tæknilegum vandræðum að koma inn myndum úr alpagreinum)