Um helgina var Hermannsgangan haldin á Akureyri.
Hermannsgangan er hluti af Íslandsgöngu mótaröð SKÍ og er því önnur ganga vetrarins í mótaröðinni. Bjössi kom sá og sigraði í
24km göngunni og kom fyrstur í mark eftir harða keppni við Ólaf Th Árnason sem keppir fyrir skíðagöngufélagið Ullur.
Alls voru þátttakendur í göngunni um 100 talsins, mótahald gekk vel og voru aðstæður frábærar í blíðviðrinu síðasliðinn laugardag.
Úrslit mótsins má sjá á www.timataka.net