Í dag var lokadagur SMÍ 2022 og var keppt í smahliðasvigi á Dalvík og sprettgöngu sem var frestað á föstudag og liðaspretti í skíðagöngu á Ólafsfirði.
Okkar iðkendur héldu áfram að gera það gott, en Matthías Kristinsson sigraði samhliðasvig karla á Dalvík og bætti þar með við sínum sjöunda Íslandsmeistaratitli á mótinu. Frábær árangur hjá þessum unga og efnilega skíðamanni!
Keppt var í sprettgöngu og liðasprett í skíðagöngu hér á Ólafsfirði í dag. Aðstæður voru frábærar og í liðasprett 13-16 ára varð SÓ1 í þriðja sæti, en sveitina skipuðu þau Árni Helgason og Svava Rós Kristófersdóttir. Í sjöunda sæti urðu þær Silja Rún Þorvaldsdóttir og Guðrún Ósk Auðunnsdóttir í sama flokki. Karen Helga Rúnarsdóttir keppti í gestasveit ásamt Dagný Emmu Kristinsdóttur frá Ísafirði og komu þær í mark með fjórða besta tímann í göngunni, en hvert lið gekk 4 x 1,4km.
Í liðasprett kvenna 17 ára og eldri varð með besta tímann gestasveit SÓ og SFÍ/NOR en þar kepptu saman Elsa Guðrún Jónsdóttir og Lilli Marie Myrhe frá Noregi. Í karlaflokki keppti Egill Ólason með Thomas Westgaard Maloney frá Írlandi í gestasveit sem skilaði sjötta besta tímanum, Helgi Reynir Árnason og Sigurbjörn Þorgeirsson voru með sjöunda besta tímann og Kristófer Beck Elísson og Friðrik Örn Ásgeirsson þann áttunda. Frábær árangur hjá okkar fólki og gaman hvað margir tóku þátt frá okkur í mótinu í heild.
Skíðamóti Íslands er þar með lokið, við meigum vera stolt af mótahaldi helgarinnar svo ég tali nú ekki um árangur okkar félagsmanna á mótinnu, hann er framúrskarandi.